Bláa nælan

Bláa nælan

Verð áður 2.000 kr Tilboð

Bláa nælan er einkennismerki okkar sem styðjum Bláan apríl og styrkjum þar með fræðslustarf um einhverfu fyrir börn, foreldra þeirra og aðstandendur.

Nælan er á stærð við tíkall og blái liturinn í merkinu er glerungur sem er bræddur inn í næluna, svo hún þolir þó nokkuð hnjask.

Með því að bera næluna hjálpar þú okkur að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófi, auk þess sem kaupverðið rennur beint í áframhaldandi fræðslustarf.

Við sendum næluna frítt heim í lúguna, svo þú þarft ekki einu sinni að fara út á pósthús. Heimsendingin tekur um 3 virka daga.

Takk fyrir stuðninginn!