Skilmálar

Seljandi 
Seljandi vörunnar er Blár apríl, kt. 440413-2340. Lögheimili félagsins og varnarþing er í Kópavogi.

Afhending 
Vörur eru sendar heim með bréfapósti næsta virka dag. Sendingarkostnaður er innifalinn. Eftir það tekur það Póstinn allt að 3 virka daga að koma vörunni til skila.

Virðisaukaskattur 
Fjáröflun félagsins er undanþegin virðisaukaskatti, enda er hún öll á ábyrgð og áhættu félagsins og rennur hagnaður af henni óskertur til málefnisins.

Vöruskil og endurgreiðslur 
Gallaðar vörur fást vitanlega endurgreiddar eða bættar. Vinsamlega hafið samband við blarapril@blarapril.is.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Sendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.