Fimm tattú í pakka með merki Blás apríls - tilvalið fyrir bláa daginn!
Svona seturðu á þig tímabundið tattú:
- Þvoðu og þurrkaðu vel húðina þar sem húðflúrið á að vera.
- Fjarlægðu gegnsæju filmuna af myndinni.
- Leggðu pappírinn á húðina þannig að flúrið snúi niður.
- Notaðu volgan, rakan þvottapoka eða bréfþurrku til að þrýsta flúrinu upp að húðinni í 30 sekúndur, eða þar til pappírinn er orðinn blautur og gegnsær.
- Fjarlægðu pappírinn varlega. Húðflúrið verður eftir á húðinni og þornar á 2-3 mínútum.